app, starfsmannaapp

Leita

Fjölbreyttar skólalausnir InfoMentor

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið á leik, grunn- og framhaldsskólastigi. Við bjóðum upp fjölbreyttar skólalausnir eins og Völu kerfin fyrir leikskóla, frístund og fleira, Karellen fyrir leikskóla, Mentor kerfið fyrir grunnskóla og Innu kerfið fyrir framhaldsskóla. Skólakerfi InfoMentor eru í stöðugri þróun og unnið er að umbótum í samvinnu við notendur kerfanna. InfoMentor kerfið er notað í Svíþjóð á öllum skólastigum og er það eitt af fremstu skólakerfunum í þar í landi.

Skólalausnir InfoMentor eiga að styðja við faglegt starf í skólunum og auðvelda upplýsingaflæði milli heimila og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Kristianstad í Svíþjóð og skólalausnir InfoMentor eru notaðar af miklum fjölda kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir
InfoMentor Ísland️ 18 klukkustundir ago

Moli vikunnar fjallar um birtingu námsmats enda margir skólar með ýmiskonar námsmat í desember og janúar. Það er misjafnt hvort skólar kjósi að hafa alltaf allt námsmat í birtingu eða loka fyrir það tímabundið. 👉Skólastjórnendur geta farið í stillingar og valið að taka úr birtingu allar námskrár og verkefni eða setja í birtingu. Þeir geta einnig valið einstaka námskrár þar sem námsmat á ekki að vera í birtingu án þess að námsmat í öllum námskrám skólans sé tekið úr birtingu. 👉Við vekjum athygli á því að kennarar hafa stjórn á birtingu námsmats í námslotum (opið auga/lokað auga) og skólastjórnendur geta valið möguleikann að leyfa kennurum að stýra birtingu námskráa sjálfir.

Nú erum við að auglýsa fjarkynningu sem verður 8. janúar á þeim nýjungum sem eru í kerfinu. Einnig verðum við með tvö námskeið í janúar, annað vegar þann 13. janúar fyrir stjórnendur, ritara og þá sem sjá um uppsetningu á kerfinu. Hins vegar verðum við einnig með svokallað sérfræðinganámskeið þann 15. janúar fyrir þá aðila innan skólanna sem eru með kerfisstjóra aðgang og gegna því hlutverki að styðja notendur kerfisins. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna á heimasíðu InfoMentor undir flipanum fræðsla.

Nýjung hjá okkur er svokölluð Ferilbók/Samskiptabók sem við teljum að henti sérstaklega á yngsta stigi og fyrir nemendur sem eru með eintaklingsnámskrár. Á morgun, þriðjudaginn 9. desember klukkan 14:00-15:00, verður fjarkynning á þessari nýjung. Áhugasamir þurfa að skrá sig hér fyrir neðan og fá svo sendan Teams fundarhlekk þegar nær dregur. 👉 https://www.infomentor.is/fraedsla/fjarkynningar/

Moli vikunnar er tileinkaður skólastjórnendum og fjallar um SMS- sendingar í Mentorkerfinu sem finna má undir flipanum upplýsingaveita. Margir skólar nota SMS sendingar í kerfinu en skólastjórnendur stilla hvaða notendahópar geta sent SMS og á hvaða notendahópa hægt er að senda boð. Þá geta skólastjórnendur einnig séð send SMS í stillingum og fylgst með inneign. SMS sendingar eru þægilegur samskiptamáti fyrir stutt skilaboð til hópa, t.d. varðandi slæma veðurspá. Það er skólum að kostnaðarlausu að setja upp SMS sendingar en greiða þarf fyrir SMS inneign. 📲💬😀

Framundan er viðburðaríkur tími hjá skólum og viljum við því benda á að fréttir innan kerfisins er mjög góð leið til að deila upplýsingum með nemendum og aðstandendum. Fréttir henta vel fyrir vikupósta, almennar upplýsingar frá skólanum t.d. varðandi skipulagsdaga eða uppbrotsdaga og fleira. Aðstandendur og nemendur fá tilkynningar um nýjar fréttir í appinu og hafa góða yfirsýn yfir virkar fréttir undir flísinni upplýsingaveita sem er að sjálfsögðu einnig aðgengileg í vefkerfinu. Ef þið hafið ekki prófað að nota fréttir þá mælum við eindregið með því. 🤩

ℹ 👉Infomentor er með tvö öpp, annars vegar app fyrir nemendur og aðstandendur og hins vegar fyrir starfsmenn skóla. Vegna nýlegrar uppfærslu á starfsmannappinu þurfa þau sem nota appið og eru með Apple snjalltæki (iOs stýrikerfi) að eyða appinu og sækja það aftur. 1. Eyddu appinu af snjalltækinu. 2. Farðu í Appstore og náðu í InfoMentor Staff appið. 3. Skráðu þig inn á Mentor í gegnum vafra í tölvu. 4. Smelltu á upphafsstafina þína eða myndina af þér efst í hægra horninu og veldu stillingar. 5. Smelltu á Tengja nýtt app. 6. Þá birtist QR kóði sem þú þarft að láta snjallækið þitt lesa. 7. Þegar snjalltækið er búið að lesa kóðann þá þarf notandinn að búa til pin númer fyrir sinn aðgang.

fleiri facebook færslur
Vala leikskólakerfi

Við leggjum framtíðina í Völu!

InfoMentor hefur tekið ákvörðun um að leggja Karellen leikskólakerfið niður á næstu tveimur árum. Ákvörðunin er hluti af framtíðarsýn okkar […]

Fréttir og upplýsingar frá InfoMentor

Þá er formlegu skólaári í grunn- og framhaldsskólum landsins lokið og sumarið framundan. Í vor var fyrsta árið sem við […]

Sumarkveðja

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk InfoMentor óskar viðskiptavinum og notendum Innu, Karellen, Mentor og Völu gleðilegs sumars!

páskakveðja

Gleðilega páska!

Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum og notendum Innu, Mentor, Karellen og Völu gleðilegra páska!

jólakveðja

Gleðileg jól!

  Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla! Njótið tímans sem allra best. Í ár rennur jólastyrkurinn okkar til Píeta […]

sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down