app, starfsmannaapp

Leita

Fjölbreyttar skólalausnir InfoMentor

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið á leik, grunn- og framhaldsskólastigi. Við bjóðum upp fjölbreyttar skólalausnir eins og Völu kerfin fyrir leikskóla, frístund og fleira, Karellen fyrir leikskóla, Mentor kerfið fyrir grunnskóla og Innu kerfið fyrir framhaldsskóla. Skólakerfi InfoMentor eru í stöðugri þróun og unnið er að umbótum í samvinnu við notendur kerfanna. InfoMentor kerfið er notað í Svíþjóð á öllum skólastigum og er það eitt af fremstu skólakerfunum í þar í landi.

Skólalausnir InfoMentor eiga að styðja við faglegt starf í skólunum og auðvelda upplýsingaflæði milli heimila og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Kristianstad í Svíþjóð og skólalausnir InfoMentor eru notaðar af miklum fjölda kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Moli vikunnar! Nú er sá árstími að skólastjórnendur þurfa að skila hagstofuskýrslu. Ítarlegar leiðbeiningar hafa verið sendar til stjórnenda en þær eru einnig að finna inni í kerfinu okkar undir hjálpinni - handbækur/leiðbeiningar.

Sumir kennarar eru að lenda í því að námslotur virðast vera lokaðar þrátt fyrir að þeir hafi sjálfir búið loturnar til en ástæða þess er að nýlega voru gerðar hertar öryggisráðstafanir varðandi aðgengi að hópum í kerfinu. Það þarf því að vanda vel hvaða bekkir/hópar eru tengdir inn í lotur. Ef það eru tengdir bekkir/hópar sem hafa enga nemendur í, eða hópur sem viðkomandi kennari hefur ekki aðgang að, þá lokast lotan. Margir skólar setja hópatréið sitt upp þannig að bekkir/hópar með nemendum eru undir bekkjarheitum, til dæmis 3. SRR undir 3. bekkur. Ef 3. bekkur er tengdur inn í lotu í stað 3. bekkur SRR, þá lokast lotan þar sem engir nemendur eru undir 3. bekkur. Skólastjórnendur hafa alltaf aðgang að öllum námslotum sama hvað og geta þess vegna skoðað og breytt hvaða bekkir/hópar eru tengdir inn í lotur. Gott er einnig að skoða hvort viðkomandi kennari hafi aðgang að bekknum/hópnum í aðgangstýringunni. Það má svo alltaf hafa samband við ráðgjafa okkar ef óskað er eftir aðstoð varðandi svona mál. 🙂

Moli vikunnar fjallar um hvernig senda má yfirlit yfir ástundun nemenda til aðstandenda með tölvupósti. Það er gert í nokkrum skrefum eins og sjá má í þessu myndbandi. 👇

Námsmappan í Mentor er góð leið fyrir kennara til að deila með nemendum og aðstandendum myndum af verkum eða vinnu nemenda sem unnin eru á skólatíma. Allt sem sett er í námsmöppu vistast innan kerfisins og er aðeins opið þeim einstaklingum eða hópum sem færslan beinist að. Kennarar geta ýmist hlaðið inn í námsmöppu í gegnum hvern og einn nemanda í vafra eða notað kennaraappið og hlaðið myndum þaðan á einstaklinga eða hópa. Hjá nemendum og aðstandendum birstist þetta undir flísinni "Mín mappa".

Moli vikunnar! Við viljum benda skólum á að fréttir undir upplýsingaveitunni er mjög góð leið til að deila upplýsingum með aðstandendum. Fréttir henta vel fyrir vikupósta, almennar upplýsingar frá skólanum t.d. varðandi skipulagsdaga eða uppbrotsdaga og fleira. Aðstandendur og nemendur hafa góða yfirsýn yfir virkar fréttir og eiga auðvelt með að sía og leita eftir fréttum. Fréttir birtast undir flísinni sem kallast upplýsingaveita og notendur fá tilkynningu um að ný frétt sé komin inn. Ef þið hafið ekki prófað að nota fréttir áður þá mælum við eindregið með því. 🤩

Á næstu vikum bjóða margir skólar upp á viðtalsdaga. Við erum búin að uppfæra fundarbókunareininguna hjá okkur en hana má finna undir Skipulag - Fundarbókanir og leiðbeiningar má finna í handbókinni. Eitt af því sem er nýtt er að skráning í viðtöl opnast um leið og búið er að setja upp viðtalstíma fyrir hóp og smellt er á "birta lausa tíma". Ef skólar vilja opna fyrir skráningu hjá öllum árgöngum í einu þá er hægt að hafa samband við okkur og við lokum fyrir að viðtalseiningin opnist hjá aðstandendum þangað til skólar eru tilbúnir með alla viðtalstíma. Gott er að hafa í huga að loka fyrir skráningar a.m.k. einum degi áður en að viðtöl fara fram þannig að hægt sé að hafa samband við þá aðstandendur sem ekki hafa bókað viðtal. Gangi ykkur sem allra best! 😃

fleiri facebook færslur
Vala leikskólakerfi

Við leggjum framtíðina í Völu!

InfoMentor hefur tekið ákvörðun um að leggja Karellen leikskólakerfið niður á næstu tveimur árum. Ákvörðunin er hluti af framtíðarsýn okkar […]

Fréttir og upplýsingar frá InfoMentor

Þá er formlegu skólaári í grunn- og framhaldsskólum landsins lokið og sumarið framundan. Í vor var fyrsta árið sem við […]

Sumarkveðja

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk InfoMentor óskar viðskiptavinum og notendum Innu, Karellen, Mentor og Völu gleðilegs sumars!

páskakveðja

Gleðilega páska!

Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum og notendum Innu, Mentor, Karellen og Völu gleðilegra páska!

jólakveðja

Gleðileg jól!

  Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla! Njótið tímans sem allra best. Í ár rennur jólastyrkurinn okkar til Píeta […]

sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down