app, starfsmannaapp

Leita

Fjölbreyttar skólalausnir InfoMentor

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið á leik, grunn- og framhaldsskólastigi. Við bjóðum upp fjölbreyttar skólalausnir eins og Völu kerfin fyrir leikskóla, frístund og fleira, Karellen fyrir leikskóla, Mentor kerfið fyrir grunnskóla og Innu kerfið fyrir framhaldsskóla. Skólakerfi InfoMentor eru í stöðugri þróun og unnið er að umbótum í samvinnu við notendur kerfanna. InfoMentor kerfið er notað í Svíþjóð á öllum skólastigum og er það eitt af fremstu skólakerfunum í þar í landi.

Skólalausnir InfoMentor eiga að styðja við faglegt starf í skólunum og auðvelda upplýsingaflæði milli heimila og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Kristianstad í Svíþjóð og skólalausnir InfoMentor eru notaðar af miklum fjölda kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Minn Mentor er svæði nemenda og aðstandenda bæði í appi og á vef. Þar má finna ýmsar upplýsingar varðandi skólagönguna sem ræðst af því hvað skólinn setur inn. Flísar sem almennt eru opnar eru t.d. Ástundun, Námsmat, Verkefni, Stundaskrá, Tengiliðalistar, Dagatal, Upplýsingaveita og Mín Mappa. Ef notandi skráir sig í gegnum vefinn er hægt að opna flís sem heitir Fjölskylduvefur sem er eldra viðmót og ekki aðgengilegt í appinu. Á Fjölskylduvefnum geta aðstandendur t.d. búið til ný lykilorð fyrir börn sín undir flipanum Nemandi. Notendur stilla persónuverndarstillingar með því að smella á nafnið sitt, þar er líka stillt hvort og þá hvað birtist undir Tengiliðaflísinni. Notendur fá sendar tilkynningar um ýmsar skráningar t.d. heimavinnu, nýtt námsmat o.fl. en hver og einn notandi getur stillt hvort hann vilji fá tilkynningar eða ekki. Frekari upplýsingar um Minn Mentor er að finna á heimasíðunni undir Aðstoð https://www.infomentor.is/adstod/#algengar-spurningar en þar er bæði að finna spurningar og svör og PDF skjöl með handbókum. 😊ℹ

Um þessar mundir eru margir skólar að leggja fyrir lesskilningskönnunina Orðarún og fjallar moli vikunnar um hvar hægt er að skrá niðurstöður í kerfið. Best er að fara í hópatréið, smella á heiti bekkjarins og velja svo námsmat í listanum til vinstri. Þá þarf að velja námsgreinina íslenska og síðan námskrána Orðarún - Mat á lesskilningi í 3.- 8. bekk. Foreldrar og nemendur sjá niðurstöður í Minn Mentor undir flísinni Námsmat og námsgreininni íslenska. Eigið góðan dag! 🙂

Í mola vikunnar minnum við á fjarkynningu á nýjungum í InfoMentor kerfinu á morgun, 30. október kl. 14:30-15:30, þátttakendum að kostnaðarlausu. 😊 Helstu nýjungar eða betrum bætur á þessu skólaári: 👉 Árgangur 0 er nú í boði og þeir skólar sem eru með 5 ára bekk geta nú skráð þá bekki sem 0 árgang og hægt að taka þær upplýsingar út í skýrslum. 👉 Bætt hefur verið við auga í reitinn þar sem notendur skrá lykilorð þannig að hægt sé að birta lykilorðið. 👉 Textabox t.d. í kennsluáætlunum og ferilbók eru nú með ritham sem býður upp á fleiri möguleika. 👉 Stjórnendur hafa núna alltaf fullan aðgang að námskrám og námslotum óháð því hver stofnar þær. 👉 Ferilbók fyrir einstaka nemendur og/eða hóp/bekk. 👉 Ný fundarbókunareining kom í stað þeirra sem hét foreldraviðtöl. Áhugasamir geta skráð sig hér https://www.infomentor.is/fraedsla/fjarkynningar/ og fá þá sendan Teams fundarhlekk þegar nær dregur. ☺️

Við viljum vekja athygli á því að frá og með klukkan 12:00 í dag, þann 27. október, verður starfsdagur hjá InfoMentor. Þjónustuverið verður því lokað en ef erindið er brýnt er hægt að senda tölvupóst á radgjafar@infomentor.is og ráðgjafar okkur munu bregaðst við eins fljótt og auðið er.

Boðið er upp á fjarkynningu á nýjungum í InfoMentor kerfinu fimmtudaginn 30. október kl. 14:30-15:30 þátttakendum að kostnaðarlausu. 😊 Helstu nýjungar eða betrum bætur sem komið hafa í Mentor kerfið á þessu skólaári: 👉 Árgangur 0 er nú í boði og þeir skólar sem eru með 5 ára bekk geta nú skráð þá bekki sem 0 árgang og hægt að taka þær upplýsingar út í skýrslum. 👉 Bætt hefur verið við auga í reitinn þar sem notendur skrá lykilorð þannig að hægt sé að birta lykilorðið. 👉 Textabox t.d. í kennsluáætlunum og ferilbók eru nú með ritham sem býður upp á fleiri möguleika. 👉 Stjórnendur hafa núna alltaf fullan aðgang að námskrám og námslotum óháð því hver stofnar þær. 👉 Ferilbók fyrir einstaka nemendur og/eða hóp/bekk. 👉 Ný fundarbókunareining kom í stað þeirra sem hét foreldraviðtöl. Áhugasamir geta skráð sig hér https://www.infomentor.is/fraedsla/fjarkynningar/ og fá þá sendan Teams fundarhlekk þegar nær dregur. ☺️

Moli vikunnar! Nú er sá árstími að skólastjórnendur þurfa að skila hagstofuskýrslu. Ítarlegar leiðbeiningar hafa verið sendar til stjórnenda en þær eru einnig að finna inni í kerfinu okkar undir hjálpinni - handbækur/leiðbeiningar.

fleiri facebook færslur
Vala leikskólakerfi

Við leggjum framtíðina í Völu!

InfoMentor hefur tekið ákvörðun um að leggja Karellen leikskólakerfið niður á næstu tveimur árum. Ákvörðunin er hluti af framtíðarsýn okkar […]

Fréttir og upplýsingar frá InfoMentor

Þá er formlegu skólaári í grunn- og framhaldsskólum landsins lokið og sumarið framundan. Í vor var fyrsta árið sem við […]

Sumarkveðja

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk InfoMentor óskar viðskiptavinum og notendum Innu, Karellen, Mentor og Völu gleðilegs sumars!

páskakveðja

Gleðilega páska!

Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum og notendum Innu, Mentor, Karellen og Völu gleðilegra páska!

jólakveðja

Gleðileg jól!

  Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla! Njótið tímans sem allra best. Í ár rennur jólastyrkurinn okkar til Píeta […]

sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down