app, starfsmannaapp

Leita

Fjölbreyttar skólalausnir InfoMentor

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið á leik, grunn- og framhaldsskólastigi. Við bjóðum upp fjölbreyttar skólalausnir eins og Völu kerfin fyrir leikskóla, frístund og fleira, Karellen fyrir leikskóla, Mentor kerfið fyrir grunnskóla og Innu kerfið fyrir framhaldsskóla. Skólakerfi InfoMentor eru í stöðugri þróun og unnið er að umbótum í samvinnu við notendur kerfanna. InfoMentor kerfið er notað í Svíþjóð á öllum skólastigum og er það eitt af fremstu skólakerfunum í þar í landi.

Skólalausnir InfoMentor eiga að styðja við faglegt starf í skólunum og auðvelda upplýsingaflæði milli heimila og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Kristianstad í Svíþjóð og skólalausnir InfoMentor eru notaðar af miklum fjölda kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Á næstu vikum bjóða margir skólar upp á viðtalsdaga. Við erum búin að uppfæra fundarbókunareininguna hjá okkur en hana má finna undir Skipulag - Fundarbókanir og leiðbeiningar má finna í handbókinni. Eitt af því sem er nýtt er að skráning í viðtöl opnast um leið og búið er að setja upp viðtalstíma fyrir hóp og smellt er á "birta lausa tíma". Ef skólar vilja opna fyrir skráningu hjá öllum árgöngum í einu þá er hægt að hafa samband við okkur og við lokum fyrir að viðtalseiningin opnist hjá aðstandendum þangað til skólar eru tilbúnir með alla viðtalstíma. Gott er að hafa í huga að loka fyrir skráningar a.m.k. einum degi áður en að viðtöl fara fram þannig að hægt sé að hafa samband við þá aðstandendur sem ekki hafa bókað viðtal. Gangi ykkur sem allra best! 😃

Við minnum á fjarkynninguna sem er í dag kl. 14.00 - 15.00 varðandi ýmsar nýjungar sem eru í kerfinu. Endilega skráið ykkur hér https://www.infomentor.is/fraedsla/fjarkynningar/ En helstu nýjungar og breytingar sem gerðar hafa verið eru: 👉 Nýjar námskrár bæði fyrir metanleg hæfniviðmið og matsviðmið hafa verið settar inn í kerfið. 👉 Fundarbókanir – Gömlu foreldraviðtalseiningunni hefur verið lokað og ný eining sem heitir Fundarbókanir hefur tekið við. 👉 Námskrár: Nú hafa allir með skólastjórnendaréttindi í kerfinu aðgang að því að gera breytingar á námskrám sem aðrir notendur innan stofnunarinnar hafa gert. 👉 Námskrár: Sían í námskrám hefur verið endurbætt og nú er auðvelt að sía t.d. eftir birtingu, tegund viðmiða og fleira. Sían man síðustu aðgerð sem er einnig hjálplegt. 👉 Ferilbók: Nýjung sem hentar vel á yngst og jafnvel miðstigi. Skólar geta óskað eftir að einingunni verði bætt við hjá þeim að kostnaðarlausu. Allar nýjar leiðbeiningnar eru aðgengilegar inni í handbókinni í kerfinu. (spurningarmerkið).

Á síðustu mánuðum hafa ýmsar nýjungar verið gefnar út í kerfinu og því ætlum við að halda fjarkynningu á þeim miðvikudaginn 10. september kl 14:00. Hér er hægt að skrá sig: https://www.infomentor.is/fraedsla/fjarkynningar/ En helstu nýjungar og breytingar sem gerðar hafa verið eru: 👉 Nýjar námskrár bæði fyrir metanleg hæfniviðmið og matsviðmið hafa verið settar inn í kerfið. 👉 Fundarbókanir – Gömlu foreldraviðtalseiningunni hefur verið lokað og ný eining sem heitir Fundarbókanir hefur tekið við. 👉 Námskrár: Nú hafa allir með skólastjórnendaréttindi í kerfinu aðgang að því að gera breytingar á námskrám sem aðrir notendur innan stofnunarinnar hafa gert. 👉 Námskrár: Sían í námskrám hefur verið endurbætt og nú er auðvelt að sía t.d. eftir birtingu, tegund viðmiða og fleira. Sían man síðustu aðgerð sem er einnig hjálplegt. 👉 Ferilbók: Nýjung sem hentar vel á yngst og jafnvel miðstigi. Skólar geta óskað eftir að einingunni verði bætt við hjá þeim að kostnaðarlausu. Allar nýjar leiðbeiningnar eru aðgengilegar inni í handbókinni í kerfinu. (spurningarmerkið).

Miðvikudagsmolinn er sérstaklega ætlaður aðstandendum í Mentor kerfinu. Margir aðstandendur hafa lent í því að fá ekki tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekknum og/eða að fá ekki tilkynningar um t.d námsmat eða atburð sem skráður hefur verið í "Fréttir" af skólanum. Hver og einn þarf að leyfa að AÐRIR AÐSTANDENDUR í bekknum sjái upplýsingar um þá og opna í leiðinni fyrir að fá tölvupóst frá öðrum aðstandendum í bekk barnsins þeirra. Hafa þarf í huga að þetta þarf að stilla fyrir hvert og eitt barn ef aðstandendur eiga fleiri en eitt barn í grunnskóla. Nánari útskýringar er varða þetta er að finna á heimasíðunni okkar undir liðnum Aðstoð. Þar eru handbækur fyrir nemendur og aðstandendur á íslensku og ensku. 🙂

Í þessari viku er skólastarf að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Við upphaf skólaársins er að mörgu að hyggja og margir notendur að byrja að nota kerfið í fyrsta skipti. Við viljum því vekja sérstaka athygli á að á heimasíðunni okkar undir liðnum Aðstoð er að finna spurningar og svör fyrir ólíka notendahópa og inni í kerfinu getur starfsfólk skólans fundið frekari aðstoð undir spurningarmerkinu efst á síðunni. Þá hvetjum við aðstandendur og nemendur að nota appið sem má finna bæði á Appstore og Google Playstore. Gangi ykkur sem allra best og gleðilegt nýtt skólaár!!

Við minnum á námskeið fyrir nýja kennara sem verður haldið á morgun. 😊 Þar er farið yfir það helsta sem kennarar nota í kerfinu. Skráning er hér:

fleiri facebook færslur
Vala leikskólakerfi

Við leggjum framtíðina í Völu!

InfoMentor hefur tekið ákvörðun um að leggja Karellen leikskólakerfið niður á næstu tveimur árum. Ákvörðunin er hluti af framtíðarsýn okkar […]

Fréttir og upplýsingar frá InfoMentor

Þá er formlegu skólaári í grunn- og framhaldsskólum landsins lokið og sumarið framundan. Í vor var fyrsta árið sem við […]

Sumarkveðja

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk InfoMentor óskar viðskiptavinum og notendum Innu, Karellen, Mentor og Völu gleðilegs sumars!

páskakveðja

Gleðilega páska!

Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum og notendum Innu, Mentor, Karellen og Völu gleðilegra páska!

jólakveðja

Gleðileg jól!

  Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla! Njótið tímans sem allra best. Í ár rennur jólastyrkurinn okkar til Píeta […]

sameining

InfoMentor og skólalausnir Advania sameinast

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Með kaupunum […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down