Land
Sími: 520 5310

Aukinn árangur í skólastarfi

Einfaldara, fljótlegra og betra

Við bjóðum nú framhaldsskólum á Íslandi kerfi í fyrsta sinn. Mentor er þegar notað í fölmörgum framhaldsskólum í Svíþjóð, Sviss og Þýskalandi. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að þróa einingar sem styðja kennara og stjórnendur við þeirra faglega starf. Þar á meðal eru einingar s.s. markmið, leiðsagnarmat, námssamningar og námsúrræði. Upp úr þessum einingum er hægt að vinna tölfræði og vinna þannig markvisst að endurbótum í skólastarfi. Þessar einingar hafa þegar sannað sig í kerfinu og notkun skóla á þeim eykst ár frá ári. Samhliða þessari þróun hefur verið unnið að nýrri kynslóð af kerfinu sem skólar geta farið að nýta sér á næsta skólaári.

Áherslur í þróun nýrrar kynslóðar kerfisins - Auðveldum starf kennarans alla daga
Álag á kennara eykst ár frá ári. Auknar kröfur eru um einstaklingsmiðaða kennsluhætti, bætta upplýsingamiðlun til heimila, nýtingu tækni í skólastarfi til að innleiða nýjar kennsluaðferðir auk þess sem stöðugt er unnið að umbótum með t.d. innleiðingu á agastefnum, umbótaáætlunum og fleiru og fleiru. Sökum þessa leggjum við mikla áherslu á einingar sem virkilega auðvelda vinnu kennarans í nýrri kynslóð af InfoMentor. Íslenskir skólar geta tekið fyrstu einingarnar í notkun strax haustið 2013 samhliða hinu kerfinu. Þær einingar sem spennandi er fyrir skóla að nýta sér eru einkum kennsluáætlanir og aðföng.

Aðföng
Í þessari einingu getur kennarinn haldið utan um allt efni sem hann nýtir í hverju fagi. Kennarinn getur bæði vistað ýmis verkefni og upplýsingar auk þess sem sérstaklega er hugsað fyrir spegluðu kennsluefni. Þá geta nemendur sótt sér leiðbeiningar þegar þeim hentar og horft eins oft og þeir þurfa.

Kennsluáætlanir
Einfalt er fyrir kennara að setja inn kennsluáætlanir. Við hverja kennslustund er hægt að tengja það efni sem á að nota í tímanum. Ætla má að þessi eining nýtist vel þegar upp koma forföll þar sem aðrir kennarar geta þá nýtt sér fyrirliggjandi kennsluáætlun.