Land
Sími: 520 5310

Bætt líðan - betri árangur

Mentor býður upp á upplýsinga- og námskerfi fyrir öll skólastig. Auk þess hefur kerfið verið aðlagað að þörfum íþrótta- og tómstundastarfs. Foreldrar hafa allar upplýsingar á einum stað hvort sem það viðkemur skólagöngu eða tómstundastarfi barna þeirra. Okkar markmið er að öflug upplýsingamiðlun og samstarf við heimilin skili sér í betri árangri og líðan barna okkar. Mentor er eitt fullkomnasta kerfi á sínu sviði í Evrópu.
Ný kynslóð - K3
Ný kynslóð af Mentor sem við köllum K3 er öflugt náms- og kennslukerfi sem gerir kennurum kleift að skipuleggja náms og kennslu út frá nýrri aðalnámskrá.
Leikskólar
Fjöldi leikskóla nýtir sér Mentor fyrir sitt faglega starf. Hægt er að setja upp hæfniviðmið og meta hópinn og sjá þannig hvað þarf að leggja áherslu á í starfinu. Upplýsingamiðlun er öflug og skilvirk og foreldrar hafa allar upplýsingar á einum stað. 
Grunnskólar
Nær allir grunnskólar landsins nýta sér Mentor í sínu daglega starfi. Kerfið heldur utan um allar upplýsingar um nemendur á einum stað. Kennarar geta gert upplýsingar aðgengilegar foreldrum og nemendum með einum smelli og gert þá þannig virka þátttakendur í skólastarfinu.
Framhaldsskólar
Ný kynslóð af Mentor hentar framhaldsskólum einkar vel þar sem kerfið er byggt upp út frá áföngum. Hægt er að tengja námsefni við áfangana auk þess sem einfalt er að setja upp speglaða kennslu innan kerfisins.

Samþætting við Google eða O365
Samþætting bæði við Google og Office 365 er nú í boði fyrir þá sem eru farnir að nýta sér nýju kynslóðina af Mentor. Þar gefst tækifæri til að samþætta við Mentor dagatal, One Drive, Google Drive, tölvupóst og singel-sign-on en það felur í sér að notandi þarf eingöngu að skrá sig einu sinni inn og hefur þá aðgang bæði að Mentor og Google eða Office 365.
Íþróttafélög
Það eru ótvíræðir kostir sem fylgja því fyrir íþróttafélögin að vera innan sama kerfis og skólar barnanna. Með því bjóða þau upp á bætta þjónustu fyrir foreldra sem þurfa ekki að skoða marga staði til að nálgast upplýsingar. Öll upplýsingamiðlun er á öruggu og lokuðu svæði. Í haust er væntanlegt greiðslukerfi fyrir íþróttafélög.
Tónlistarskólar
Tónlistarskólar nýta sér kerfið á sama hátt og skólar. Einfalt er að setja upp stundatöflur og vitnisburð sem sparar mikla vinnu innan skólans. Öll upplýsingamiðlun verður öflugri því hún er innan umhverfis sem foreldrar og nemendur þekkja.
SMS - skilaboð
Mögulegt er fyrir skóla að senda SMS skilaboð til nemenda, aðstandenda og starfsmanna í gegnum Mentor. Skólinn þarf að eiga tiltekna inneign til að geta sent SMS og getur þar með tryggt að mikilvæg skilaboð komist hratt og örugglega til allra aðila.