Land
Sími: 520 5310
Spurningar
Opnunartími skrifstofu

Mánudag - föstudag 08:30-16.00
Sími: 520 5310
Netfang: radgjafar@infomentor.is

Algengar spurningar frá stjórnendum

Ef þú finnur ekki svar þitt hér fyrir neðan skaltu hafa samband við okkur hjá InfoMentor, annað hvort í síma 520 5310 eða með því að senda tölvupóst á radgjafar@infomentor.is.

Samskipti við aðstandendur

Aðstandanda vantar lykilorð, hvernig get ég aðstoðað hann?
Með því að opna nemandaspjald hjá barninu hans getur þú smellt á flipann aðstandendur og athugað hvort netfangið hans sé ekki örugglega rétt skráð inn og að hann hafi aðgang að InfoMentor. Ef svo er getur þú smellt á
– Senda nýtt lykilorð – sem er þar fyrir neðan. Viðkomandi fær þá sent sjálfkrafa nýtt lykilorð í tölvupósti og ætti að geta skráð sig inn. Aðstandendur geta síðan séð lykilorð barnanna sinna með því að smella á flipann Nemandi.

Af hverju virðist tölvupóstur ekki skila sér til allra?
Það gætu verið ýmsar ástæður fyrir því. Algengasta skrýringin er að hann lendi í ruslpóstinum og þá þarf viðtakandi að skoða ruslpóstinn og sækja bréfið þaðan. Til þess að forðast að það gerist aftur er einfalt fyrir hvern og einn að stilla póstinn hjá sér þannig að póstur í gegnum Mentor sé ekki ruslpóstur. Eins gæti netfangið verið rangt skráð inn, aukabil aftan við það eða það sé ekki merkt að viðkomandi sé á netpóstlista. Ef ekkert af þessu skýringin skaltu hafa samband við ráðgjafa InfoMentors.

Maður hafði samband vegna þess að hann er að fá póst frá skólanum en á hins vegar ekkert barn í skólanum. Hver getur skýringin verið?
Netfangið hans er þá væntanlega ranglega skráð hjá einhverjum aðstandanda í skólanum. Skoða þarf hvar netfangið hans er skráð og leiðrétta þannig að sá aðili fái örugglega tölvupóstinn sinn. Ef þetta er hins vegar ekki skýringin þá kemur það fyrir að aðstandendur skrá vinnunetföngin sín inn í Mentor en skipta síðan um starf. Vinnunetfangið er þá yfirleitt áframsent á annan starfsmann sem gæti verið skýringin í svona tilvikum. Skólinn þarf að skoða þetta og sjálfsagt að leita aðstoðar hjá InfoMentor.

Hvernig opna ég fyrir veikindaskráningar aðstandenda?
Hver skóli fyrir sig getur opnað fyrir veikindaskráningar aðstandenda. Það er gert með því að fara í Kerfisstjórn, Uppsetning kerfis og Ástundun. Þar þarf að merkja við að opið sé fyrir veikindaskráningar aðstandenda. Í framhaldinu þarf að upplýsa aðstandendur um þennan möguleika þannig að þeir geta tilkynnt veikindi barnanna sinna inn á Mentor. Ritari eða annar aðili skólans getur síðan kallað fram að morgni allar veikindaskáningar aðstandenda og samþykkt þær. Þá fer  sjálfkrafa bréf til aðstandenda um að skráningin þeirra sé móttekin. Sé barn veikt lengur en einn til tvo daga þarf venjulega að hafa samband við skólann og greina betur frá veikindunum.

Hvernig fær skólinn aðgang að SMS sendingum?
Skólinn þarf að hafa samband við ráðgjafa Mentors og óska eftir þessum möguleika. Þá þarf að tilgreina fjölda af SMS sendingum sem skólinn óskar eftir í upphafi og síðan getur skólastjórnandi stýrt því hverjir innan skólans geti sent SMS í kerfinu. Hann hefur einnig yfirsýn yfir þann fjölda af SMS-um sem hafa veirð send og klárist þau ekki á skólaárinu færist inneignin yfir á næsta skólaár.

Hópaumsjón

Hvernig breyti ég hópatrénu?
Stjórnendur hafa aðgang að Hópaumsjón í dálknum til vinstri. Tengdar aðgerðir birtast þá í aðgerðahlutanum til hægri. Þar er t.d. hægt að stofna bekk eða hóp og eyða. Skrá inn nemendur og staðsetja bekkina. Hver nemandi getur aðeins verið skráður í einn bekk en hann getur verið í mörgum hópum. Greina má mun á bekk og hóp þar sem bekkir eru skrifaðir með svörtu letri en hópar með gráu.

Hvernig skrái ég nemendur sem hætta í skólanum?
Þú þarft að vera í hópaumsjón og haka við tiltekinn nemanda og smella síðan á – Flytja í hættir – í reitnum til hægri. Þar með er hann orðinn óvirkur í þínum skóla og færist úr bekknum yfir í hóp sem heitir Hættir 20XX. Alltaf má nálgast upplýsingar um hann með því að finna hann í þeim hóp.

Afhverju eru nokkrir nemendur mínir rauðir?
Liturinn á nafni nemanda fer eftir því hvort hann er virkur eða ekki. Með því að opna nemandaspjaldið má sjá hvenær hann var skráður í skólann og hver áætluð lokadagsetning er. Ef röng dagsetning hefur verið skrá þarf að smella á dagatalið og setja inn rétta dagsetningu.

Hvernig get ég gert námsgreinar virkar í Námsframvindu?
Sem stjórnandi hefur þú aðgang að Stundatöflum og Námsgreinum til vinstri á skjánum. Þær námsgreinar sem þú vilt fá inn þarf að uppfæra og merkja að þær eigi að vera aðgengilegar í Námsframvindu.

Starfsmenn

Hvernig gef ég starfsmanni nýtt lykilorð.
Í kerfisstjórn má sjá Aðgangsstýringu til vinstri á sjánum. Með því að velja starfsmenn þar sérðu alla virka starfsmenn í skólanum og lykil aftan við hvern og einn þeirra. Með því að smella á lykilinn þarft þú að búa til nýtt lykilorð sem þú upplýsir síðan starfsmanninn um og hann getur breytt því þegar hann skráir sig inn í kerfið.

Hvernig gef ég kennara aðgang að ákveðnum hópum.
Allir hópar sem skráðir eru á stundatöflu kennara eru honum sýnilegir en hann þarf hins vegar aðgang að fleiri hópum eða er ekki með stundatöflu má fara í Aðgangsstýringu inni í kerfisstjórn. Þar er hægt að velja Aðgangur að hópum og kalla þá fram viðkomandi starfsmann og merkja við þá hópa sem hann þarf að hafa aðgang að.