Land
Sími: 520 5310

Bætt samskipti við foreldra

Allar upplýsingar á einum stað

Það er til mikilla hagsbóta fyrir tónlistarskóla að birta sínar upplýsingar á sama stað og upplýsingar frá grunnskólum og leikskólum birtast. Mentor kerfið er í stöðugri þróun í takt við nýjustu tækni og hentar vel þörfum tónlistarskóla.

Miðlun efnis
Einfalt er fyrir kennara að miðla efni hvort sem um er að ræða skjöl eða tengla á myndbönd til nemenda og foreldra. Þannig er hægt að gera efnið aðgengilegt nemendum og styðja þannig við þá þegar þeir eru að æfa sig heima.

Stundatöflur - Mætingar
Einfalt er fyrir kennara að halda utan um mætingar nemenda. Einnig er hægt að tengja SMS sendingar við skráningar þannig að foreldrar fá SMS ef barnið þeirra mætir ekki í tímann. Mætingaskráningar verða sjálfkrafa sýnilegar stjórnendum.

Samskipti við heimilin
Einfalt er fyrir kennara og stjórnendur að setja inn færslur á blogg, senda inn fréttir og tilkynningar sem og að senda tölvupóst í gegnum kerfið.