Land
Sími: 520 5310

Leikskólar

Mentor fyrir leikskóla er einfalt, öruggt og notendavænt kerfi sem styður við og auðveldar faglegt starf í leikskólum.

Mentor fyrir leikskóla er heildstætt upplýsingakerfi sem er sérhannað fyrir íslenska leikskóla í samstarfi við leikskólastjóra og leikskólakennara. Í dag nýta um 60 leikskólar sér Mentor til að halda utan um og skipuleggja starfið sitt. Foreldrar sem eiga börn í leikskólum og grunnskólum fá upplýsingar um öll sín börn á fjölskylduvef Mentor.

Faglegt starf
Kostir Mentors felast fyrst og fremst í tímasparnaði og stuðningi við faglegt starf. Stjórn­endur hafa allar skráningar á einum stað og því þarf ekki að uppfæra sömu upplýsingar á mörgum stöðum. Kalla má fram hinar ýmsu skýrslur yfir dvalartíma, barngildi, sumarleyfi, aldursskiptingu auk nafnalista. Kerfið er hannað til að létta og einfalda rekstrarumsýslu leik­skólastjóra, minnka pappírsvinnu, auka yfirsýn og létta skýrslugerð.

Örugg upplýsingamiðlun til foreldra
Í allri hönnun og þróun Mentors er lögð áhersla á að auðvelda upplýsingamiðlun til og frá heimilum. Þegar skráðar eru upplýsingar í kerfið er ekki aukin vinna að birta þær foreldrum. Með því að fá reglulega upplýsingar verða foreldrar í betri tengslum við leikskólann. Í gegnum leiðsagnarmat geta foreldrar fengið allar upplýsingar frá leikskólanum og þannig undirbúið foreldraviðtalið sitt. Þá nýtist allur tíminn sem gefinn er í foreldraviðtalið til þess að skipuleggja komandi mánuði í stað þess að tíminn fari í að skiptast á upplýsingum um það sem liðið er.

Kerfið býður upp á:

  • Einstaklingsáætlanir
  • Gagnvirk samskipti við foreldra í gegnum fjölskylduvef
  • Ýmsar tímasparandi útprentanir s.s. Hagstofuskýrslu, Barngildisskýrslur og Daglega viðveru