Land
Sími: 520 5310

Frekari upplýsingar um K3Hér má finna algengar spurningar varðandi K3 og svör við þeim. Við bætum stöðugt við þennan lista en hvetjum ykkur einnig til að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Almennar spurningar

Hvað kostar að innleiða K3?
Kostnaður fer eftir stærð skóla. Hafið samband við ráðgjafa okkar til að fá frekari upplýsingar.

Hvernig tilkynnum við að skólinn vilji fá K3?
Skólastjóri eða fulltrúi hans getur tilkynnt okkur um áhuga skólans með því að smella hér og fylla inn tilteknar upplýsingar. Í framhaldinu verður haft samband við skólann og unnin frekari áætlun um innleiðingu.

Þarf skólinn að hefja notkun sína um leið og uppfærslan er komin?
Nei, það er ekki þörf á því. Eftir að notendur hafa skráð sig inn geta þeir fært sig á milli eldri og yngri kynslóðar. Hins vegar hvetjum við alla til að byrja nýta sér nýja möguleika í K3 við fyrsta tækifæri.

Þurfa allir skólar í sama sveitarfélagi að byrja notkun á sama tíma?
Nei, það er ekki þörf á því en getur verið gagnlegt. Sérstaklega ef þeir ætla sér að vera í samstarfi og deila gögnum sín á milli.

Hvernig getur skólinn undirbúið sig fyrir innleiðinguna?
Smelltu 
hér til að nálgast gögnum með frekari upplýsingum.

Hve langan tíma tekur að innleiða K3?
Við teljum að það þurfi ekki að taka langan tíma og munum reyna að aðstoða ykkur eins og kostur er við innleiðinguna. Það fer þó eftir stærð skólans, kennurunum og hvort þeir séu vanir að vinna í Mentor.


Hvaða námskeið eru í boði fyrir skólana?
Við verðum með kynningarmyndbönd sem verða aðgengileg öllum og skólunum að kostnaðarlausu. Þá verða einnig opin námskeið sem einstaklingar geta skráð sig á og svo getur hver og einn skóli eða sveitarfélag óskað eftir námskeiði fyrir sína starfsmenn sem haldið er hjá sér.

Þurfa allir á námskeið að halda?
Já, við teljum æskilegt að allir fái einhverja kynningu til að tryggja að sem flestir geti byrjað. 


Þurfa kerfisstjórara að fara á sérstakt námskeið?
Nei, en það verður í boði fjarnámskeið fyrir þá.

Þurfa notendur að fá ný lykilorð?
Nei, hver og einn skráir sig inn alveg eins og áður.

Spurningar um virkni

Hvernig virkar tölvupósturinn?
Alveg eins og áður. Skólinn getur sent tölupóst á einstaklinga, bekki og starfsmenn til að koma upplýsingum á framfæri.

Hver verða áhrifin á fjölskylduvefinn?
Þau eru jákvæð, möguleikarnir munu aðeins aukast á fjölskylduvefnum.

Þarf skólinn að veita aðstandendum og nemendum einhverjar upplýsingar um breytingarnar?
Já, það er eðlilegt að skólinn láti vita að hann hafi ákveðið að uppfæra sig yfir í nýja kynslóð og því fylgi nýir möguleikar sem vert er að kynna sér. Við munum útbúa efni sem skólar geta sent á heimilin.

Verður kennari að setja upp Námslotu?
Nei, en í Námslotu er hægt að tengja saman öll gögn sem þörf er á við skipulag kennslunnar og deila því með öðrum kennurum. Þarna gefst kennurum líka tækifæri á að eiga frekari samskipti við nemendur og miðla til þeirra efni.

Er hægt að meta nemendur án þess að vera með Námslotu?
Já, kennari getur sett saman markmið og verkefni tengd þeim sem hann deilir til nemenda sinna og metur í framhaldinu.

Hvernig lítur námsmatið út á svæði aðstandenda og nemenda?
Þeir munu sjá alveg nýja einingu sem tekur saman allt námsmat sem tilheyrir nemandanum.

Er hægt að birta kennsluáætlanir?
Kennsluáætlanir lýsa ítarlegri áætlun kennarans dag frá degi en námsáætlun er fyrir nemendur. Námsáætlun er einfalt að kalla fram og setja á t.d. heimasíðu skólans.


Getur kennari séð aðrar áætlanir í skólanum?
Já, hver kennari getur deilt sínum áætlunum innan skólans eða innan sveitarfélags.

Hvernig munu tilkynningar og fréttir birtast?
Fréttir til nemenda munu birtast eins og áður en nú er einnig hægt að senda fréttir eða tilkynningar á starfsmenn.


Hvaða möguleikar eru á samskiptum á milli kennarra í K3?
Kennarar geta sent skilaboð sín á milli eða nýtt sér tölvupóstinn. Ef skólinn ákveður að samþætta Google eða Office í Mentor munu bætast fleiri möguleikar við.

Hvað mun samþætting við Google eða Office 365 kosta?
Því getum við því miður ekki svarað fullkomlega en þar spilar inní stærð skóla eða sveitarfélags.


Greining og tölfræði?
Sá hluti er enn í smíðum en áætlað að hann verði tilbúinn í lok árs 2015.

Hvað með leikskólann?
Ný kynslóð fyrir leikskóla kemur síðar. 
 
Hvað með tónlistarskóla?

Ný kynslóð fyrir tónlistarskóla kemur síðar. 

Hvað með íþróttafélög?
Ný kynslóð fyrir íþróttafélög kemur síðar.