Land
Sími: 520 5310

K3 - Ný kynslóð af Mentor sem styður við hæfnimiðað námsmat.Mentor K3 er komin í loftið!
Ný kynslóð af Mentor er öflugt náms- og kennslukerfi sem gerir kennurum kleift að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri aðalnámskrá. Samhliða breytingum á aðalnámskrá þurfa skólarnir á nýjum einingum að halda sem styðja við og efla þeirra starf. Í byrjun geta skólarnir sett upp áætlun um hvernig hæfnviðmið aðalnámskrár verða tekin fyrir hjá sér og uppfært eigin markmið úr skólanámskrá með tilliti til þess. 

Námslotur eru  hjartað í nýrri kynslóð. Námslota sameinar það sem kennarar hafa áður gert á mismunandi stöðum í núverandi kerfi. Þannig búa kennarar til lotu þar sem þeir skrá hæfniviðmið og matsviðmið, námsmarkmið, verkefni og námsefni, allt á einum stað. Þeir geta síðan metið alla þessa þætti í einu matsformi. Þetta gerir kennurum mun auðveldara fyrir, gerir námsmatið áreiðanlegra og gefur nemendum skýrari upplýsingar um hvernig þeir standi sig og hvernig þeir geti bætt sig. 

Nýir möguleikar!
Ný kynslóð býður upp á marga nýja möguleika sem nýtast í kennslu og efla samstarf innan sveitarfélags. Samhliða þessum nýjungum er áhersla lögð á að hafa kerfið einfalt og aðgengilegt í hvaða tæki sem er. Samhliða þessu bætast við áhugaverðir þættir eins og námsmappa nemanda og tímalína.

Vorið 2015 verður tími breytinga þar sem hver skólinn á fætur öðrum innleiðir nýja kynslóð að Mentor. Það er mikilvægt að það sé gert með ákveðna áætlun í huga og opnum huga.

Skráning í K3 
»

Spurningar og svör 
»