Land
Sími: 520 5310

Aukinn árangur í skólastarfi

Einfaldara, fljótlegra og betra skólastarf með Mentor

Á Íslandi nota nánast allir grunnskóla Mentor við sín daglegu störf. Samtals er kerfið notað í yfir 1100 skólum í fimm löndum Evrópu en auk skóla á Íslandi nota skólar í Svíþjóð, Sviss, Þýskalandi og Englandi kerfið. Um 20% sænskra grunnskólabarna eru skráð í Mentor en heildarfjöldi notenda er í dag rúmlega 450 þúsund.

Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að þróa einingar sem styðja kennara og stjórnendur við þeirra faglega starf. Þar á meðal eru einingar s.s. markmið, leiðsagnarmat, námssamningar og námsúrræði. Upp úr þessum einingum er hægt að vinna tölfræði og vinna þannig markvisst að endurbótum í skólastarfi. Þessar einingar hafa þegar sannað sig í kerfinu og notkun skóla á þeim eykst ár frá ári. Samhliða þessari þróun hefur verið unnið að nýrri kynslóð af kerfinu sem skólar geta farið að nýta sér á næsta skólaári.

Áhersla á þróun nýrrar kynslóðar kerfisins - Auðveldum starf kennarans alla daga
Álag á kennara eykst ár frá ári. Auknar kröfur eru um einstaklingsmiðaða kennsluhætti, bætta upplýsingamiðlun til heimila, nýtingu tækni í skólastarfi til að innleiða nýjar kennsluaðferðir auk þess sem stöðugt er unnið að umbótum t.d. með innleiðingu á agastefnum, umbótaáætlunum og fleiru og fleiru. Sökum þessa leggjum við mikla áherslu á einingar sem virkilega auðvelda vinnu kennarans í nýrri kynslóð af Mentor. Íslenskir skólar geta tekið fyrstu einingarnar í notkun strax haustið 2013 samhliða núverandi kerfi. Þær einingar sem spennandi er fyrir skóla að nýta sér eru einkum kennsluáætlanir og aðföng.

Aðföng
Í þessari einingu getur kennarinn haldið utan um allt efni sem hann nýtir í hverju fagi. Kennarinn getur bæði vistað ýmis verkefni og upplýsingar auk þess sem sérstaklega er hugsað fyrir spegluðu kennsluefni. Þá geta nemendur sótt sér leiðbeiningar þegar þeim hentar og horft/hlustað eins oft og þeir þurfa.

Kennsluáætlanir
Einfalt er fyrir kennara að setja inn kennsluáætlanir. Við hverja kennslustund er hægt að tengja það efni sem á að nota í tímanum. Ætla má að þessi eining nýtist vel þegar upp koma forföll þar sem aðrir kennarar geta þá nýtt sér fyrirliggjandi kennsluáætlun.