Land
Sími: 520 5310

Markvissari foreldrasamskipti

Námskeið fyrir kennara varðandi fagleg samskipti við foreldra á farsælan hátt. Gott samstarf skóla við heimilin er vísir að góðum skóla. Farið er yfir grunnþætti varðandi uppsetningu og framkomu á kynningum fyrir foreldra (námsefniskynningar, haustkynningar og fleira) ásamt því að fara ítarlega yfir foreldraviðtöl. Kynntar verða ýmsar einingar sem kennarar geta nýtt sér í Mentor til þess að gera viðtölin enn markvissari.

Eftirfarandi atriði eru tekin sérstaklega til umræðu:
  • Nemendastýrð viðtöl
  • Möppumat
  • Tímastjórnun
  • Skráningu á niðurstöðum (námssamningar)
  • Með námskeiðinu fylgir efni um nemendastýrð viðtöl ásamt tillögu að skráningarblaði fyrir niðurstöður viðtals