Land
Sími: 520 5310
Fréttir

Ný kynslóð af Mentor var opnuð með viðhöfn í Hörpunni

Þann 17. október kynnti Mentor fyrsta áfangann í þróun nýrrar kynslóðar af Mentor. Fyrsti sýnilegi hluti þess er nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað með spjaldtölvur í huga en er einnig aðgengilegt í gegnum flesta snjallsíma. Þróunin sem snýr að skólunum sjálfum var einnig til kynningar og sýndir nýir möguleikar, m.a hvernig hægt er að vinna með hæfniviðmið, matviðmið og lykilhæfni nýrrar aðalnámskrá. Stefnan er að þeir skólar sem áhuga hafa geti farið að nýta sér þessa nýju möguleika 2014.  
Í lok dagskrár opnaði Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis nýja viðmótið formlega. Síðan var nýja kynslóðin af Mentor kynnt af nýrri kynslóð en börn starfsmanna voru mætt í Hörpuna og sýndu gestum kerfið með því að skrá sig inn í gegnum síma og spjaldtölvur.