Land
Sími: 520 5310

Fyrir nemendur

Góð yfirsýn yfir markmiðin og leiðir til að ná þeim

Í Mentor getur þú séð markmiðin þín og hvernig þér gengur að ná þeim. Með nýjum áætlunum geta kennarar sett upp lotur og nemendur fá sjálfir að meta sig og skrifa umsagnir. 
Þetta gefur þér kost á því að taka ábyrgðina á þínu eigin námi og taka þátt í að ákveða næstu skref. 
Á fjölskylduvef hefur þú auk þess námsmatið þitt, stundaskrána, þau verkefni sem þú átt að vinna þessa vikuna og bekkjarlista sem er símaskrá bekkjarins. 

Stefnum á sigur!
Ef nemendur eiga að ná markmiðum sínum þurfa þeir að vita hver markmiðin eru og hvað þarf að gera til að ná þeim. Það getur verið bæði tímafrekt og flókið verkefni fyrir kennara að halda utan um nám hvers nemanda í einstaklingsmiðuðu námi. Mentor hjálpar nemendum með því að:

  • Hjálpa þeim að sjá stóru myndina, áætlanir og markmiðin
  • Hægt er að setja einstaklingsbundin markmið
  • Nemendur geti sjálfir metið sinn eigin árangur
  • Bera saman mat nemanda og kennara
  • Bjóða uppá einfalda hlekki á viðbótarnámsefni