Land
Sími: 520 5310

Miðla

Mentor leggur mikið upp úr miðlun upplýsinga. Góð upplýsingamiðlun milli heimila og skóla stuðlar að trausti og þar með auknum árangri nemenda. Kerfið stuðlar einning að bættri upplýsingamiðlun innan skólans þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað viðeigandi aðilum. Kennarar geta einnig unnið saman að ýmsum verkefnum auk þess að nýta efni frá öðrum kennurum.

Miðlun gagna
Kennarar nýta stóran hluta af tíma sínum í að undirbúa kennsluna m.a. með því að búa til verkefni og próf. Í Mentor geta kennarar miðlað verkefnum og prófum óháð skólabyggingum og þannig geta t.d. allir enskukennarar innan sama sveitarfélags unnið saman og þannig minnkað álag og aukið gæði. Þetta hefur í för með sér verulegan vinnusparnað og gefur kennurum tækifæri til að auka þekkingu sína og miðla til annarra.