Land
Sími: 520 5310

Meta

Mat á árangri og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi. Tilgangur þess er að fylgjast með því hvernig nemendum tekst að ná markmiðum sínum, örva þá til framfara og meta hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda.

Mat fyrir áframhaldandi nám
Kennarar nota ýmsar aðferðir til að meta þekkingu, árangur og færni nemenda sinna. Mikilvægt er að námsmat sé fjölbreytt svo það gefi sem skýrasta mynd af hæfni nemanda. Bæði kennurum og nemendum gefst kostur á að vinna að fjölbreyttu námsmati í Mentor út frá nýrri aðalnámskrá.