Land
Sími: 520 5310

Greina

Í Mentor nýtast niðurstöður námsmats sem forsendur í áframhaldandi vinnu. Öll gögn sem viðkoma hverjum og einum nemanda eru grunnur að kerfisbundnu og faglegu mati á hópum, bekkjum, námsefni og skólum.

Ítarleg tölfræði
Kennarar bera að stórum hluta ábyrgð á námsframvindu nemenda og þurfa að tryggja að öllum hagsmunaaðilum sé haldið vel upplýstum. Þeir hafa gögn sem gera þeim kleift að fjalla um stöðu nemenda á heiðarlegan og opinskáan hátt. Í Mentor gefst kennurum tækifæri til að fylgjast með námsframvindu einstakra nemanda í öllum viðeigandi námsgreinum. Einstaklingsmatið er grunnurinn að ítarlegri tölfræðivinnslu sem er aðgengileg í kerfinu. Hægt er að fá upp tölfræði fyrir hvern og einn námshóp, samanburð út frá árgöngum, kynjum og fögum. Einnig má fá yfirlit yfir hvaða markmið koma verst út í hverju fagi, út frá árgangi, skóla eða jafnvel innan heils sveitarfélags.