Land
Sími: 520 5310

Áherslur

Mentor er þekkingarfyrirtæki sem hefur það hlutverk að veita skólasamfélaginu lausnir, þekkingu og þjónustu til aukins árangurs. Ný kynslóð kerfisins er byggð upp með daglegt starf kennarans í huga. Áætla - Kenna - Meta - Miðla - Greina - eru þættir sem kennarar um allan heim fást við á degi hverjum. Með því að auðvelda starf kennarans, veita skólastjórnendum faglega yfirsýn og þróa öflugt samskipta- og námskerfi sem nýtist nemendum og foreldrum/forráðamönnum stuðlum við að því að allir nemendur nái sínum markmiðum.

Læra
Það að „læra“ er lykilþáttur í skólaþróun.Það eru ekki eingöngu nemendurnir sem þurfa að læra heldur þurfa kennarar og stjórnendur sífellt að tileinka sér nýja þekkingu og þróa starf sitt. Í Mentor er einfalt að meta árangur og læra þannig hvað hefur virkað vel og hvað ekki.

Áætla
Í Mentor setja kennarar upp vikuáætlun, námsáætlun og námsmarkmið fyrir nemendur jöfnum höndum. Kennarar, nemendur og foreldrar eru meðvitaðir um framgang námsins og þá hæfni sem krafist er af hverjum einstaklingi.


Kenna
Kennarar geta miðlað sín á milli námsefni, kennsluaðferðum og námsmati. Með því sparast gríðarleg undirbúningsvinna, gæði námsefnis eykst og kennarar fá aukinn tíma fyrir kennsluna. Á Mentor hafa kennarar svæði þar sem þeir geta vistað fyrirlagnir í anda speglaðra kennsluhátta.


Meta
Mat á árangri og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi. Tilgangur þess er að fylgjast með því hvernig nemendum tekst að mæta markmiðum sínum, örva þá til framafara og meta hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda.


Miðla
Mentor leggur mikið upp úr miðlun upplýsinga. Hægt er að efla samskipti milli nemenda og kennara, heimila og skóla. Einnig er hægt að efla samskipti á milli kennara, ekki aðeins innan sama skóla heldur óháð staðsetningu.

 
Greina
Í Mentor er einfalt að nýta niðurstöður sem forsendur í áframhaldandi vinnu. Öll gögn sem viðkoma hverjum og einum nemanda er grunnur að kerfisbundnu og faglegu mati á hópum, bekkjum, námsefni og skólum.